ástríðan
verkefnintengjast

skapandi lausnaliðar

Stofnað af skapandi lausnaliðum með stóra drauma og ástríðu fyrir ástríðu, STOCKTØN er í grunninn vefstofa sem hannar og þróar nútímalegar stafrænar vörur.

Sérstaða okkar eru fjölbreyttir hæfileikar, snertifletir og reynsla okkar fólks á öðrum sviðum en bara í hugbúnaði. Hjá okkur færðu ekki bara annan mónótónískan vef, þú færð heilt concept.

..en við gerum meira en bara vefi. Sköpunargleði okkar er flæðandi fyrirbæri og þegar flæðir yfir leyfum við okkur inn á fleiri vígvelli listanna. Við hönnum boli, peysur og plötuumslög, höldum viðburði, framleiðum myndefni, curate-um lagalista o.fl.

Í okkar bransa er mikið um fjarvinnu en við teljum að galdrarnir gerast þegar við komum saman og vökvum hugmyndir hverra annarra. Í dag eru störf okkar unnin á kaffihúsum, heimahúsum og stafrænum vettvöngum en við höfum stóra drauma um hliðrænar höfuðstöðvar.

VINNA SAMAN?